Yin Yoga tímar eru mjög rólegir og reyna lítið á styrk, unnið er með að teygja á bandvefnum, auka liðleikann og mýkja líkamann upp. Meigin markmið Yin Yoga er að halda stöðum í eina til fimm mínútur og eru flestar stöðurnar framkvæmdar sitjandi eða liggjandi. Yin Yoga gefur þér tækifæri til þess að róa hugann, opna líkamann, fara inná við og vera í núvitund. Allir tímar byrja á öndunaræfingu eða hugleiðslu sem leiðast svo út í Yin Yoga teygjur og enda á djúpri slökun. Eins og þú munt uppgötva, veitir jóga almennt og Yin Yoga sérstaklega líkamlegan, andlegan, tilfinningalegan og orkulegan ávinning og, fyrir suma, andlegan ávinning. Yin-Yoga gefur eftir, leyfir og nærir og hentar öllum.
Date | Days | Time | Location | Price |
---|