Heilsulindin
Hilton Reykjavík Spa

Hilton Reykjavik Spa er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu umhverfi.


Heilsulindin

Stakur aðgangur í Hilton Reykjavík Spa og líkamsrækt er 6.900 kr. 

Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, vatnsgufa og slökunarlaug. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, kaldur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu. Aðgangur að staðnum lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma. 


Við seljum léttvín, bjór og gos sem hægt er að njóta í heitu pottunum hjá okkur á meðan þú slakar á. Einnig eru í boði boozt sem auka orkuna  eftir góða æfingu.


Hilton Reykjavik Spa hefur upp á að bjóða frábæra aðstöðu til líkamsræktar og býður upp á allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkamsrækt og heilsulind.


Við leggjum áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu sem fullnægir þörfum þeirra sem gera kröfu um það besta þegar kemur að líkamsrækt og vellíðan.



Komdu og njóttu djúprar slökunar í nudd- og spa meðferðum okkar, þar sem fagmennska og reynsla nuddara okkar tryggja þér einstaka upplifun.

Nudd & spa-meðferðir


Líkamsrækt

Njóttu alls þess sem við höfum upp á að bjóða. Með meðlimakorti færðu aðgang að líkamsræktarþjálfara, opnum tímum, heilsulindinni okkar og heitum pottum. Upplifðu lúxus og vellíðan á nýjan hátt. 


Hótelgestir

Aðgangur að heilsulindinni kostar 4.590 kr. fyrir hótelgesti.

Aðgangur er innifalinn i Executive herbergjum og svítum.

Einnig fá þeir sem eru með Hilton Honors Gull og Demanta aðlild aðgang að heilsulindinni.

Allir hótelgestir hafa aðgang að líkamsræktinni 24 tíma dags.


Vinsamlegast athugið:


Vinsamlegast kynnið ykkur opnunartíma stöðvarinnar og hafið í huga að eftir síðustu tíma dagsins gefst ekki tími til að fara í spa. Spaið lokar klukkan 20:00 á virkum dögum, 18:00 á laugardögum og 17:00 á sunnudögum. Staðurinn lokar fyrir aðgang 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.


Aldurstakmark í Hilton Reykjavik Spa er 16 ára.


Afbókanir

Athugið að ef það þarf að afbóka meðferðir í nudd þarf að gera svo með 12 stunda fyrirvara að öðrum kosti greiðist 50% af meðferðinni. Vinsamlegast gerið slíkt í noona appi eða með því að hringja í 444 5090 eða senda tölvupóst á spa@hiltonreykjavikspa.is