Stakur aðgangur í Hilton Reykjavík Spa og líkamsrækt er 6.900 kr.
Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, vatnsgufa og slökunarlaug. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, kaldur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu. Aðgangur að staðnum lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.
Við seljum léttvín, bjór og gos sem hægt er að njóta í heitu pottunum hjá okkur á meðan þú slakar á. Einnig eru í boði boozt sem auka orkuna eftir góða æfingu.
Hilton Reykjavik Spa hefur upp á að bjóða frábæra aðstöðu til líkamsræktar og býður upp á allt það besta sem völ er á þegar kemur að líkamsrækt og heilsulind.
Við leggjum áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu sem fullnægir þörfum þeirra sem gera kröfu um það besta þegar kemur að líkamsrækt og vellíðan.