Nudd &

spa meðferðir

Heilsulind Hilton Reykjavik spa bíður upp á fjölbreyttar nuddmeðferðir og upplifun sem hentar öllum. Innifalið í öllum meðferðum er aðgangur að heilsulindinni, handklæði og sloppur.

Hvað má bjóða þér?


Heilrænt vöðvanudd

Leitast er við að mýkja vöðva, draga úr spennu og þreytu og örva blóðrás. Þú velur þá áherslu sem þú vilt í þínu nuddi. Klassískt fyrir heildrænt nudd með jöfnum þrýsting, slökunarnudd til að slaka vel á þar sem strokur eru léttari eða djúpvöðva þar sem farið er dýpra í vöðvana. Athugið að 25 mín meðferð er einungis bak, axlir og háls, lengri meðferðir eru heilnudd fyrir allan líkamann.


Slökunar nudd:

  • 25 mín - 12.900 kr.
  • 50 mín - 16.900 kr.
  • 80 mín - 21.900 kr.


Klassískt nudd:

  • 25 mín - 12.900 kr.
  • 50 mín - 16.900 kr.
  • 80 mín - 21.900 kr.


Djúpvöðvanudd:

  • 25 mín - 13.900 kr.
  • 50 mín - 17.900 kr.
  • 80 mín - 22.900 kr.



Íþróttanudd

Nudd fyrir íþróttafólk og þá sem stunda æfingar. Arnicuolía er blönduð við möndluolíu til að auka orku, jafna blóðflæði og hjálpa vöðvastarfsemi líkamans. Unnið er út frá þörfum hvers og eins og hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði í athugasemd við bókun.


Íþróttanudd:

  • 50 mín - 18.900 kr.
  • 80 mín - 23.900 kr.

Meðgöngunudd

Í þessari meðferð er leitast við að mýkja vöðva og örva sogæðakerfi verðandi móður ásamt því að draga úr spennu, þreytu og örva blóðrás. Unnið er á heildrænan hátt og tekið tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig. Í nuddinu er lífræn meðgönguolía frá Weleda notuð sem hjálpar til við að koma í veg fyrir slit. Notaður er sérstakur nuddpúði sem hentar óléttum konum. Meðgöngulengd þarf að vera að lágmarki 12. vikur.


Meðgöngunudd:

  • 25 mín - 12.900 kr.
  • 50 mín - 16.900 kr.



Svæðanudd

Svæðanudd eða svæðameðferð er aðferð notuð í óhefðbundnum lækningum til þess að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá og á þessi aðferð að aðstoða  hina ýmsu kvilla. Egyptar, Indverjar og Kínverjar hafa notað svæðanudd í gegnum aldirnar en það var ekki fyrr en á 19. öld sem þessi aðferð fór að njóta vinsælda í vestrænum heimi.


Svæðanudd:

  • 25 mín - 12.900 kr.
  • 50 mín - 17.900 kr.



Tælenskt Nudd

Tælenskt nudd er stundum kallað Yoga lata mannsins. Í hefðbundnu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í tælensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn og mikið er um teygjur.


Viðkomandi liggur á dýnu á gólfi og
er í þægilegum fötum, t.d. bol og æfingabuxum,  á meðan á meðferð stendur. Nuddari notar olnboga, fætur og þunga líkama síns til að þrýsta á punkta og teygja á viðkomandi.


Í tælensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu kvilla og lina sársauka. Nuddið getur losað stíflur á orkubrautum líkamans, örvað flæði lífsorkunnar og endurnært líkama og sál.


Tælenskt nudd:

  • 50 mín - 17.900 kr.
  • 80 mín - 23.900 kr.



Eldur og ís steinanudd

Eldur og ís er ein af sérmeðferðum Hilton Reykjavík spa. Notaðir eru upphitaðir, mjúkir steinar í bland við kalda steina. Steinunum er nuddað mjúklega um líkamann um leið og olían er borin á. Nuddið hjálpar til við að örva blóðrásina, draga úr bólgum, spennu og verkjum. Sambland þrýstings, hita og kælingar gerir þessa meðferð áhrifaríka og veitir djúpa slökun. Vinsamlegast hafið í huga að fólk með viðkæma húð gæti þolað meðferðina verr.


Eldur og ís steinanudd:

  • 50 mín - 18.900 kr.
  • 80 mín - 23.900 kr.


Eldur og ís steinanudd - Deluxe

Saltskrúbb í 30 mínútur ásamt steinanuddi í 50 mínútur.

  • 80 mín - 25.900 kr.



Sogæðanudd

Sogæðanudd er létt nuddmeðferð þar sem tækni og stefnur stroka skipta máli. Sogæðanudd er notaleg og góð slökun sem getur minnkað uppsafnaðan vökva í líkamanum, losað uppsöfnuð eiturefni og örvað blóðrásina. Meðferðin getur hentað þeim sem glíma við bjúg.


Sogæða nudd:


  • 80 mín - 21.900 kr.



Spa-meðferðir

Endurnærandi líkamsskrúbbur

Unaðsleg meðferð sem getur veitt húðinni heilbrigt útlit og ljóma. Líkaminn er skrúbbaður með blöndu af sjávarsalti og ilmkjarnaolíum. Meðferðin hjálpar einnig til við að örvar blóðrásina og hreinsun líkamans. Farið er í sturtu eftir saltskrúbbinn og að því loknu er möndluolíu nuddað létt á líkamann. 

25 mín. skrúbbur - sturta og svo nuddað bak og axlir í 25 mín.

25 mín. skrúbb - sturtu og svo heilnudd (allur líkaminn)


Líkamsskrúbbur:

  • 50 mín - 18.900 kr.
  • 80 mín - 22.900 kr.


Suðræn Sumarsæla

Þessi meðferð er mjög nærandi og slakandi fyrir líkama og sál. Nuddað er upp úr upphitaðri kókóshnetuolíu sem sléttir og endurnærir húðina. Sérstaklega góð meðferð fyrir þurra húð.


Suðræn sumarsæla:

  • 50 mín - 17.900 kr.
  • 80 mín - 23.900 kr.