Innifalið í meðlimakortum okkar er aðgangur að íþróttafræðing í tækjasal sem útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn, kennir á tækin og aðstoðar eftir þörfum.
Viðvera þjálfara í sal er:
Mánudaga-föstudaga 06:00 -18:00
Þjálfarar okkar hjálpa þér að ná tilsettum markmiðum með því að hanna æfingaáætlun með þarfir þínar í huga og tryggja að æfingarnar séu rétt gerðar. Hvort sem þú vilt grenna þig, styrkja, auka liðleika, snerpu eða einfaldlega láta þér líða betur hjálpa þjálfararnir okkar þér að ná árangri og viðhalda áhuga. Þeir veita þér einnig ráðgjöf um mataræði sem hentar með þinni æfingaáætlun. Allir okkar þjálfarar eru menntaðir í faginu og hafa áralanga reynslu að baki.
Netfang: agnestha(hjá)icehotels.is
Sími: 695-2308
Deild: Einkaþjálfari, næringarfræðingur og þjálfari í sal.
Agnes útskrifaðist árið 2013 með Ms. í íþróttanæringarfræði, þar á undan útskrifaðist hún með Bs. í næringarfræði með undirfag í hreyfingarfræði (kinesiology). Agnes er samþykktur næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis og með náminu vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing Ólympísku æfingarmiðstöðvarinnar í Colorado við næringarráðgjöf og verkefni fyrir æfingarmiðstöðina (Olympic Training Center). Samhliða náminu var hún einnig í starfsþjálfun hjá National Strength and Conditioning Association þar sem hún vann mikið með slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, fangavörðum, sérsveitinni, FBI og hermönnum. Sjálf stundaði Agnes bæði fótbolta og handbolta til ársins 2015.
Agnes leggur mikla áherslu á samspil næringu og þjálfunar og telur samspil þess undirstaða árangurs. Agnes tekur að sér bæði einstaklinga sem vilja ná betri heilsu,auka lífsgæði og afreksíþróttafólk.Sjálf hefur hún mikla reynslu af endurhæfingu eftir hnéaðgerðir sem nýtist henni í þjálfun.
Agnes kennir kennir Fit for life, Strength & stretches, Body Toning og Hot Foam Flex. - Skoða stundaskrá
Alda er útskrifaður íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands, ÍAK styrktarþjálfari frá Keili og hefur lokið nuddnámi í klassísku- og íþróttanuddi. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu og er mikil íþróttakona sem spilaði bæði blak og íshokkí til margra ára ásamt því að þjálfa báðar íþróttir lengi.
Alda tekur að sér einstaklinga í einka- eða hópþjálfun og getur aðstoðað þig við að ná betri árangri í þinni íþrótt eða betri heilsu í þínu lífi.
Netfang: bjarkirt@icehotels.is
Deild: Þjálfari í sal / Einkaþjálfari
Bjarki Reyr útskrifaðist með Bs gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands árið 2023 og er sem stendur í Masters námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Bjarki hefur mikinn áhuga á allskonar íþróttum og hreyfingu og æfði handbolta lengst af með KA. Bjarki æfði einnig aðrar íþróttir eins og fótbolta, fimleika og frjálsar á yngri árum.
Bjarki tekur að sér bæði einka- og hópþjálfun og getur hjálpað þér að ná auknum árangri og bættri heilsu.
Sími: 615-1601
Deild: Einkaþjálfari
Bjartur útskrifaðist árið 2011 frá Háskóla Íslands með Bsc gráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hann er einnig menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og hefur lokið UEFA-B/KSÍ-B knattspyrnu þjálfara gráðu.
Hann hefur starfað í líkams- og heilsurækt síðan 2008 og sérhæfir sig í þjálfunaraðferðum sem stuðla að auknum hámarksstyrk og sprengikraft. Bjartur hefur náð góðum árangri með fólk sem glímir við stoðkerfis vandamál eða þarf að létta sig. Bjartur sinnir einkaþjálfun í sal og er á eigin vegum.
Bjartur kennir B-strong og er einnig með námskeiðið Hópþjálfun. - Skoða stundaskrá
Fjölnir Bjarnason
Netfang: fjolnir2(hjá)gmail.com
Sími: 867-2101
Deild: Einkaþjálfari og þjálfari í sal
Fjölnir útskrifaðist sem íþróttafræðingur haustið 2019 úr Háskólanum í Reykjavík. Fjölnir fór í starfsnám hjá Mörk hjúkrunarheimili þar sem hann þjálfaði bæði aldraða og slasaða einstaklinga. Fjölnir hefur mikinn áhuga á Crossfit og stundar það af krafti. Fjölnir spilaði fótbolta í 14 ár með Víking Reykjavík og hefur enn mikinn áhuga á íþróttinni. Fjölnir hefur mikinn áhuga á útiveru og ber helst að nefna rjúpnaveiði og snjóbretti á veturna og lengri göngur og aðra útiveru á sumrin.
Fjölnir hefur mikinn áhuga á ólympískum lyftingum og lotuþjálfun þar sem hægt er að taka gríðarlega kröftugar æfingar á stuttum tíma. Hann hefur einnig þjálfun á einstaklingum sem eru að ná sér eftir meiðsli (sérstaklega öxlum og hnjám) eða hafa áhuga á að létta sig.
Fjölnir tekur að sér einstaklinga sem og minni hópa (2-4) í einkaþjálfun. Hann leggur mikið upp úr því að fólk njóti þess að æfa, hafi gaman af og nái markmiðum sínum sama hver þau kunna að vera.
Stefna Fjölnis í þjálfun er:
Æfingarnar eru sérhannaðar eftir markmiðum hvers og eins, skemmtilegar og fjölbreyttar. Fjölnir aðstoðar fólk við að þróa með sér bættar matarvenjur og mánaðarlega eru teknar mælingar. Hann aðstoðar að sama skapi alla með teygjur og nudd eftir hverju æfingu. Hver tími er u.þ.b 60 mínútur og fer uppstilling hans eftir markmiðum hvers og eins.
Verð er breytilegt eftir einkaþjálfurum. Mælt er með að haft sé beint samband við þann þjálfara sem óskað er eftir til að fá verð í sérstaka einkaþjálfun.