Suðurlandsbraut 2
Reykjavík, Ísland 108
S: +354 444-5090
Þórunn er útskrifaður einkaþjálfari frá ÍAK og hún er með kennarapróf í Fit Pilates. Hún er einnig með kennsluréttindi frá Les Mills í BODY PUMP, CXWORX, GRIT (Strength/Cardio/Plyo) og SH‘BAM ásamt því að hafa sótt Thai-fitnessboxingnámskeið og ketilbjöllunámskeið.
Þórunn hefur gríðarlegan áhuga á næringu og hefur sótt ýmis næringar- og bætiefnanámskeið, hún hefur aflað sér viðtækrar þekkingar í heimi grænmetis- og vegan og hefur sjálf verið grænmetisæta í 30 ár. Svo er Þórunn 8. stig í söng og kennararéttindi í því fagi.
Þórunn kennir Fit Pilates, Tabata/Þrek, HIIT og Hot Core ásamt því að starfa í móttökunni í Hilton Reykjavik Spa.
AIra er sjúkraþjálfari og nuddari og menntuð í heimalandi sínu Lettlandi. Aira sérhæfir sig í Klassísku nuddi. Reynsla hennar sem sjúkraþjálfari kemur að góðum notum í nuddi.
Chularak er frá Thailandi og hefur starfað á Hilton Reykjavík Spa um árabil.
Eliska er frá Tékklandi og er lærður nuddari. Hún nuddari í pottunum hjá okkur aðra hvora helgi. Eliska er gift og á tvo litla drengi.
Greta lauk meistaranámi í líkamslækningum og endurhæfingu frá litháíska háskólanum í heilsuvísindum árið 2016. Þar á undan lauk hún grunnnámi í sjúkraþjálfun frá litháíska íþróttaháskólanum árið 2014. Sama ár lauk hún einnig námskeiði í nuddi.
Greta hefur starfað við fag sitt frá árinu 2012 og sérhæfir sig í heilandi, klassísku og djúpvöðvanuddi.
Hún lærði nudd í Taílandi. Hún sérhæfir sig í klassísku nuddi, sumarsælu og saltskrúbbi auk steinanudds. Hún er með langa starfsreynslu hér í Hilton Spa. Marisa talar íslensku, ensku og thailensku.
Agnes útskrifaðist árið 2013 með Ms. í íþróttanæringarfræði, þar á undan útskrifaðist hún með Bs. í næringarfræði með undirfag í hreyfingarfræði (kinesiology). Agnes er samþykktur næringarfræðingur frá Embætti Landlæknis og með náminu vann hún í samvinnu við yfirnæringarfræðing Ólympísku æfingarmiðstöðvarinnar í Colorado við næringarráðgjöf og verkefni fyrir æfingarmiðstöðina (Olympic Training Center). Samhliða náminu var hún einnig í starfsþjálfun hjá National Strength and Conditioning Association þar sem hún vann mikið með slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum, fangavörðum, sérsveitinni, FBI og hermönnum. Sjálf stundaði Agnes bæði fótbolta og handbolta til ársins 2015.
Agnes leggur mikla áherslu á samspil næringu og þjálfunar og telur samspil þess undirstaða árangurs. Agnes tekur að sér bæði einstaklinga sem vilja ná betri heilsu,auka lífsgæði og afreksíþróttafólk.Sjálf hefur hún mikla reynslu af endurhæfingu eftir hnéaðgerðir sem nýtist henni í þjálfun.
Þjálfari
Blængur tók yogakennaranámið sitt hjá YogaWorks í New York árið 2014 og hefur kennt yoga síðan þá.
Blængur kennir Hlýtt Yogaflæði á mánudögum klukkan 17:20-18:35.
Bjartur útskrifaðist árið 2011 frá Háskóla Íslands með Bsc gráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hann er einnig menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og hefur lokið UEFA-B/KSÍ-B knattspyrnu þjálfara gráðu.
Hann hefur starfað í líkams- og heilsurækt síðan 2008 og sérhæfir sig í þjálfunaraðferðum sem stuðla að auknum hámarksstyrk og sprengikraft. Bjartur hefur náð góðum árangri með fólk sem glímir við stoðkerfis vandamál eða þarf að létta sig.
Þórunn er útskrifaður einkaþjálfari frá ÍAK og hún er með kennarapróf í Fit Pilates. Hún er einnig með kennsluréttindi frá Les Mills í BODY PUMP, CXWORX, GRIT (Strength/Cardio/Plyo) og SH‘BAM ásamt því að hafa sótt Thai-fitnessboxingnámskeið og ketilbjöllunámskeið.
Þórunn hefur gríðarlegan áhuga á næringu og hefur sótt ýmis næringar- og bætiefnanámskeið, hún hefur aflað sér viðtækrar þekkingar í heimi grænmetis- og vegan og hefur sjálf verið grænmetisæta í 30 ár.
Þórunn kennir Fit Pilates, Tabata/Þrek, HIIT og Hot Core ásamt því að starfa í móttökunni í Hilton Reykjavik Spa.
Mánudaga til föstudaga 06:00 - 20:00
Laugardaga 09:00 - 18:00
Sunnudaga 09:00 - 17:00