Nudd hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsu. Nudd er slakandi, verkjastillandi, eykur hreyfigetu og blóðflæði. Nuddarar eru ekki læknar og hafa því ekki heimild til að sjúkdómsgreina fólk. Aðeins þeir nuddarar Hilton Reykjavik Spa sem til þess hafa menntun mega hnykkja viðskiptavini og skal það gert í fullu samráði við viðskiptavin. Nudd getur aldrei komið I staðinn fyrir læknismeðferð en getur verið notuð með læknismeðferð.
Það er mikilvægt að nuddþegi upplýsi nuddara um sjúkdóma eða mein svo að nuddarinn geti tekið tillit til þess í meðferð sinni. Nuddþegi þiggur nudd á eigin ábyrgð.
Samskipta- og siðareglur í nuddi
• Nudd er snerting og notaðar eru olíur og krem í meðferðum. Hreinlæti er mikilvægt bæði fyrir nuddarann og nuddþegann og því er mikilvægt að nuddþegi fari í sturtu fyrir nudd. Hreinlæti virkar á báða bóga og skal nuddari vera hreinn og snyrtilegur. Bæði nuddari og nuddþegi getur tekið ákvörðun um að aflýsa nuddi sé persónulegt hreinlæti ekki ásættanlegt.
• Nuddþegi skal mæta á biðstofu á réttum tíma, hreinn og í slopp. Nuddherbergi er ekki búningsaðstaða.
• Stakt nudd er í flestum tilfellum eftir fyrirfram ákveðnu nuddkerfi nema að nuddþeginn óski eftir ákveðnum áherslum í nuddinu (bak, höfuð, fætur o.s.frv.). Ef nuddþegi mætir reglulega í nudd er hann hvattur til að vinna með nuddaranum og deila með honum markmiðum með nuddinu.
• Áfengi/eiturlyf og nudd eiga ekki saman. Bæði nuddari og nuddþegi skulu halda sig frá áfengi a.m.k. 12 tímum fyrir nuddmeðferð. Ef nuddþegi er á bólgueyðandi lyfjum og verkjalyfjum ætti nuddarinn að fá upplýsingar um slíkt.
• Nuddþegi skal sjálfur ákveða hvort hann eða hún sé íklæddur nærfötum. Viðskiptavini er ávallt pakkað inn og aðeins það svæði sem unnið er með er óhulið.
• Nuddþegar 18 ára og yngri skulu koma í fylgd með fullorðnum og verður foreldri eða forráðamaður að gefa samþykki sitt fyrir nuddinu. Viðskiptavinir mega óska eftir að hafa 3ja aðila hjá sér í nuddi, sé þess óskað. Skal sá aðili þá hlíta reglum um hegðun og samskipti.
• Hilton Reykjavik Spa er fagleg meðferðarstofa sem fylgir ströngum siðareglum. Trúnaður við viðskiptavini er viðhafður, nema ef um er að ræða athafnir og hegðun sem brjóta í bága við lög.
Nudd hjá Hilton Reykjavik Spa er meðferð og á engan hátt kynferðislegs eðils. Kynferðisleg áreitni af hálfu nuddþega eða nuddara, hvort sem er um að ræða athafnir eða orð, er ekki liðin. Ef um óviðeigandi tal, grín eða athugasemdir nuddþega eða nuddara er að ræða er nuddi tafalaust slitið. Meðferð sem er slitið vegna óviðeigandi hegðunar nuddþega skal greiðast að fullu. Alvarleg kynferðisleg áreitni eða árás getur verið kærð til lögreglu.
Nuddþegar yngri en 18 ára verða að fá samþykki forráðamanns fyrir nuddmeðferð hjá okkur okkur og taka verður fram aldur einstaklings í bókun sé hann yngri en 18 ára.
Afbókanir og endurbókanir
Afbókanir í nudd skulu vera með minnst 24 klukkustunda fyrirvara, að öðrum kosti er nudd rukkað að fullu. Ef nuddþegi mætir ekki í bókað nudd er hann rukkaður um nuddið.
Nudd í Hilton Reykjavik Spa skal ávallt hefjast á réttum tíma. Ef nuddari er seinn fær nuddþegi tímann bættan upp eða afslátt af nuddinu. Ef viðskiptavinur kemur of seint þarf hann að sætta sig við skemmra nudd á fullu verði. Nudd skal greiðast fyrirfram. Hilton Reykjavik Spa áskilur sér rétt til að hækka verðskrá með eins mánaðar fyrirvara.