Suðurlandsbraut 2
Reykjavík, Ísland 108
S: +354 444-5090
Heilsulind Hilton Reykjavik Spa býður upp á fjölbreyttar nuddmeðferðir og spa upplifun sem henta bæði körlum og konum.
Stakur aðgangur í Hilton Reykjavík Spa og líkamsrækt er 6.900 kr.
Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, vatnsgufa og slökunarlaug. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, kaldur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu. Aðgangur að staðnum lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.
Við seljum léttvín og bjór og heimilum neyslu þess á útisvæði og í forrými. Áfengi er ekki heimilt á innisvæði spa.
Vinsamlegast kynnið ykkur opnunartíma stöðvarinnar og hafið í huga að ekki gefst tími til að fara í Spa eftir síðustu meðferðir dagsins.
Jafnframt eru viðskiptavinir beðnir um að mæta tímanlega í bókaðar meðferðir þar sem seinkun getur haft í för með sér styttri meðferðartíma og þar með skerta meðferð.
Gestir athugið !
Heimsókn í Spa þarfnast bókunar. Við viljum að gestir njóti heimsóknarinnar og því er nauðsynlegt að takmarka fjölda í Spaið
Nuddarar hjá Hilton Reykjavik Spa eru með góða menntun og reynslu á sínu fagsviði. Nuddarar Hilton Reykjavik Spa eru af báðum kynjum. Hafir þú sérstakar óskir um karl- eða kvennuddara biðjum við þig vinsamlegast um að tilgreina það við bókun.
Innifalið í öllum nuddmeðferðum er aðgangur að heilsulind Hilton Reykjavik Spa. Við hvetjum fólk til að gefa sér góðan tíma í heilsulindinni fyrir meðferðirnar til að hámarka áhrifin.
Nuddþegar yngri en 18 ára verða að fá samþykki forráðamanns fyrir nuddmeðferð hjá okkur okkur og taka verður fram aldur einstaklings í bókun sé hann yngri en 18 ára.
Reglur í nuddi er hægt að nálgast hér.
Leitast er við að mýkja vöðva, draga úr spennu og þreytu, örva blóðrás og sogæðavökva. Veldu djúpt ef það er það sem þú óskar eftir.
25 mín Klassískt nudd 12.900 kr
25 mín Djúpvöðvanudd 13.900kr
50 mín Klassískt nudd 16.900 kr
50 mín Djúpvöðvanudd 17.900
80 mín Klassískt nudd 21.900 kr
80 mín Djúpvöðvanudd 22.900 kr
Nudd fyrir íþróttafólk og þá sem eru í stífum æfingum. Magnesium olía er blönduð við möndluolíu til að auka orku, jafna blóðflæði, auka kalkupptöku og hjálpa vöðvastarfsemi líkamans. Unnið er út frá þörfum hvers og eins og er hægt að óska eftir áherslu á staðbundin svæði.
50 mín. 18.900 kr | 80 mín. 23.900 kr
Í þessari meðferð er leitast við að mýkja vöðva og örva sogæðakerfi verðandi móður ásamt því að draga úr spennu, þreytu og örva blóðrás. Unnið er á heildrænan hátt og tekið tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig. Í nuddinu er lífræn meðgönguolía frá Weleda notuð sem kemur í veg fyrir slit og húðin veður silkimjúk. VINSAMLEGAST UPPLÝSIÐ UM LENGD MEÐGÖNGU ÞEGAR AÐ PANTAÐ ER.
25 mín. 12.900 kr | 50 mín.16.900 kr
Svæðanudd eða svæðameðferð er aðferð notuð í óhefðbundnum lækningum til þess að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá og á þessi aðferð að lækna hina ýmsu kvilla. Egyptar, Indíánar og Kínverjar hafa notað þessa aðferð í gegnum aldirnar en það var ekki fyrr en á 19. öld sem þessi aðferð fór að njóta vinsælda í hinum vestræna heimi
25 mín. 12.900 kr | 50 mín. 17.900 kr
Tælenskt nudd er stundum kallað Yoga lata mannsins. Í vestrænu nuddi eru vöðvarnir nuddaðir en í tælensku nuddi er þrýst á orkupunkta í staðinn. Mikið er um teygjur. Viðtakandi er í þægilegum fötum, t.d. bol og æfingabuxum, á meðan á meðferð stendur.
Viðkomandi liggur á dýnu á gólfi. Nuddari notar olnboga, fætur og þunga líkama síns til að þrýsta á punkta og teygja á viðkomandi.
Í tælensku nuddi eru tíu orkubrautir tilgreindar og á þeim eru mikilvægir orkupunktar sem ná til allra líffæra. Með því að nudda þessa punkta er hægt að meðhöndla hina ýmsu sjúkdóma og lina sársauka. Truflanir á orkustreymi líkamans leiða til sjúkdóma. Nuddið losar þessar stíflur, örvar flæði lífsorkunnar og endurnærir líkama og sál.
50 mín. 17.900 kr | 80 mín. 23.900 kr
Eldur og Ís er ein af sérmeðferðum Hilton Reykjavík Spa og er leið til djúprar slökunar. Notaðir eru upphitaðir, mjúkir steinar og kaldur, hvítur marmari. Steinunum er nuddað mjúklega um líkamann um leið og olían er borin á. Steinanuddið örvar blóðrásina og efnaskiptin um leið og það dregur úr bólgum, spennu og verkjum. Sambland þrýstings, hita og kælingar gerir þessa meðferð áhrifaríka og veitir djúpa slökun auk þess sem húðin verður silkimjúk. Vinsamlegast hafið í huga að fólk með viðkæma húð gæti þolað meðferðina verr. Einnig leggjumst við gegn því að farið sé í heita potta, gufu og sól strax í kjölfarið á eldur og ís steinanuddi.
Saltskrúbb í 30 mín.
Eldur og Ís steinanudd í 50 mín.
Eldur og Ís er ein af sérmeðferðum Hilton Reykjavík Spa og er leið til djúprar slökunar. Notaðir eru upphitaðir, mjúkir steinar og kaldur, hvítur marmari. Steinunum er nuddað mjúklega um líkamann um leið og olían er borin á. Steinanuddið örvar blóðrásina og efnaskiptin um leið og það dregur úr bólgum, spennu og verkjum. Sambland þrýstings, hita og kælingar gerir þessa meðferð áhrifaríka og veitir djúpa slökun auk þess sem húðin verður silkimjúk. Vinsamlegast hafið í huga að fólk með viðkæma húð gæti þolað meðferðina verr. Einnig leggjumst við gegn því að farið sé í heita potta, gufu og sól strax í kjölfarið á eldur og ís steinanuddi
Unaðsleg meðferð sem veitir húðinni heilbrigt útlit og ljóma. Líkaminn er skrúbbaður með blöndu af sjávarsalti og ilmkjarnaolíum. Meðferðin örvar einnig blóðrásina og hreinsun líkamans. Farið er í sturtu eftir saltskrúbbið og að því loknu er sérblönduðu nærandi kremi með ilmolíu nuddað létt á líkamann.
Þessi meðferð er mjög nærandi og slakandi fyrir líkama og sál. Nuddað er upp úr volgri kókóshnetuolíu sem sléttir og endurnærir húðina.. Sérstaklega góð meðferð fyrir þurra húð sem og fyrir og eftir sólböð.
Mánudaga til föstudaga 06:00 - 20:00
Laugardaga 09:00 - 18:00
Sunnudaga 09:00 - 17:00