Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Oft er talað um „jógískan svefn“ en til að geta sofnað á kvöldin þurfum við fyrst að sleppa tökum á hugsunum okkar og það er nákvæmlega það sem Jóga Nidra gerir, nýtir þennan náttúrulega feril til að aftengja hugsanir okkar og hvílast án þess að sofna. Jóga Nidra losar um streitu, bætir svef, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á „burnout“ einkennum, órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum. Jóga Nidra er hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf í öruggu og þægilegu umhverfi og nærveru. Þú liggur mestmegnis af tímanum í Savasana hvìldarstöđu, umvafin í teppi og hlustar á rödd mína leiða þig inn í nidra ástand. Rannsóknir hafa sýnt að 45mín í Jóga Nidra geti jafnast á við þriggja klukkustunda djúpsvefn. Jóga Nidra er einfalt og hentar öllum.
Dagsetning | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|