Öndun í hot yoga tímunum okkar

Dísa
Dísa

Hot yoga frá Gosh/Bikram felur í sér sérstakar öndunaræfingar ásamt stöðum sem hreinsa loftið í lungum og virkja öndunarvöðva. Þessar stöður eiga líka að hjálpa okkur að vera meðvituð um öndun okkar í daglegu amstri. Þegar við höfum náð kyrrð í stöðunum og erum meðvituð um öndunina, þá smitast sú meðvitund út frá sér yfir í okkar daglegu athafnir.

Þegar við höfum fundið reglulega tíma á dýnunni finnum við mörg breytingar á hvernig við upplifum hversdagslega atburði í lífi okkar. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. Er það hvernig við nýtum súrefnið í loftinu? Er það samspil orkustöðva, hormóna, hugleiðslu? Margar skemmtilegar lesningar er hægt að finna um þetta efni en alltaf er gott að byrja á að hlusta á öndunina þegar við erum á dýnunni. Við viljum læra að stjórna henni betur en alltaf er gott að byrja á því að fylgjast bara með.

 

 

Bakgrunnur og þjálfun Dísu Lareau í yoga á rætur að rekja frá Gosh yoga skólanum í Kalkútta og kennurum sem koma frá þeirri hefð. Aðferðin er Hatha yoga og er sérstaklega hönnuð fyrir upphitaðan sal með raka. Heilræði og ábendingar eiga því við um þessa ákveðnu hefð í yoga.