Átta útlimir yoga frá Patanjali og hvernig á að tengja þá við stöðurnar á mottunni

Við komum öll með mismunandi markmið á dýnuna. Sumir vilja koma sér í form og styrkja líkamann. Sumir vilja nota yoga til að kafa dýpra í heimspekina og söguna. Þeir sem vilja kanna betur þá hlið, ættu að hafa gaman af 8 Limbs of Yoga frá Patanjali.

-Hvað eru þeir? Grunnlífsgildi yoga fræðanna, og leiðarlínur að þroskandi lífi í gegnum daglegar athafnir.

-Hvernig getum við notað þá ? Til dæmis að einblína á einn hlut úr textanum daglega. Skoða hvaða þætti vð þurfum að bæta okkur í. Velja þar eitt atriði sem við viljum að einkenni daginn okkar og hafa það á bak við eyrað í vinnunni, eða á mottunni, og bara hvar sem er. Svo þarf maður alls ekki að vera á neinni sérstakri braut eða stunda sérstakan lífstíl til að nota heilræði úr textanum.

http://www.expressionsofspirit.com/yoga/eight-limbs.htm

 

Bakgrunnur og þjálfun Dísu Lareau í yoga á rætur að rekja frá Gosh yoga skólanum í Kalkútta og kennurum sem koma frá þeirri hefð. Aðferðin er Hatha yoga og er sérstaklega hönnuð fyrir upphitaðan sal með raka. Heilræði og ábendingar eiga því við um þessa ákveðnu hefð í yoga.