Ustrasana er staða sem við endurtökum í hverjum tíma og er áskorun fyrir marga.
✓ Prófaðu að fara á hnén
✓ Hafðu mjaðmabreidd á milli hnjáa
✓ Styddu lófum við neðra bak (láta alla fingur snúa niður í átt að mjöðmum)
✓ Horfðu upp
Þetta er byrjunarstig Ustrasana og ef það er krefjandi, þá er mikilvægt að endurtaka það. Ustrasana er opnun fyrir framhlið líkamans og opnun fyrir allar orkustöðvarnar samtímis, þá sérstaklega hjartastöðina. Staðan er því krefjandi bæði andlega og líkamlega. Þó að við séum mörg óvön bakbeygjum þá eru þær engu að síður mikilvægar fyrir okkur.
Camel staðan er okkur til góðs á svo marga og mismunandi vegu. Hún er góð fyrir bak, mjaðmir, axlir, örvar innkirtlastarfsemina og margt fleira mætti nefna. Eins og með allt annað, þá fáum við mest út úr því að endurtaka stöðuna reglulega.
Þar sem við þurfum að fara hægt í þessa, þá hjálpar hún okkur að finna takmörk okkar og hlusta á líkamann. Allar stöður í praktíkinni okkar eru endurspeglun úr einhverjum hluta jógafræðanna, eins og hinum Átta Útlimum Jóga
Bakgrunnur og þjálfun Dísu Lareau í yoga á rætur að rekja frá Gosh yoga skólanum í Kalkútta og kennurum sem koma frá þeirri hefð. Aðferðin er Hatha yoga og er sérstaklega hönnuð fyrir upphitaðan sal með raka. Heilræði og ábendingar eiga því við um þessa ákveðnu hefð í yoga.