Hvernig fæ ég sem mest út úr minni Hot Yoga ástundun?

Dísa hot yoga kennari
Dísa hot yoga kennari

Mér finnst ég alltaf fá mest út úr yoga þegar ég nálgast það eins og hugleiðslu. Að finna gott jafnvægi á milli sjálfssáttar og sjálfsaga er lykillinn. Þar er hitinn engin undantekning. Hann hjálpar við að tæma skvaldur í huganum. Margir meistarar vilja meina að hvernig við tökumst á við hitann sé endurspeglun á hvernig við tökumst á við okkar daglega líf. Þess vegna finnst mér alltaf besta ráðið fyrir þá sem eru að byrja að stunda hot yoga að leyfa sér að taka pásu á dýnunni og slaka á eins lengi og þörf er á. Svo lengi sem við erum inni í salnum allan tímann þá erum við ekki að gefast upp.

Stundum á íþróttafólk erfitt með að halda út tímann á sama tíma og eldra fólk sem er jafnvel ekki í líkamlegu formi flýgur í gegnum hann. Þar kemur egóið inn. Að mæta reglulega, endurtaka og gera það sem þú getur í hvert sinn án þess að dæma sjálfan þig er meiri áskorun en að fara út úr salnum. Það mun gefa þér sterka og fallega praktís.

 

 

Bakgrunnur og þjálfun Dísu Lareau í yoga á rætur að rekja frá Gosh yoga skólanum í Kalkútta og kennurum sem koma frá þeirri hefð. Aðferðin er Hatha yoga og er sérstaklega hönnuð fyrir upphitaðan sal með raka. Heilræði og ábendingar eiga því við um þessa ákveðnu hefð í yoga.