Ég fengið mikið af spurningum um hvort að fólk eigi að borða morgunmat, hvort og hvenær það eigi að borða fyrir æfingar og hversu mikið. Þar af leiðandi langar mig að hvetja áhugasama til að lesa þennan texta.
Á ensku er morgunmatur breakfast eða break the fast. Það er ekkert sem segir okkur að breakfast (break the fast) þurfi að vera um leið og við vöknum. Það sem er best fyrir líkamann er að hlusta á hann og þekka merki hans, vita hvað hann er að segja þér. Tilfiningin sem fólk fær fljótlega eftir að það vaknar er oft þorsti eftir nóttina. Stundum erum við þyrst eftir að hafa verið án vökva alla nóttina. Þá tekur við tilfining þar sem að líkaminn er að reyna að segja okkur að við séum þyrst en við misskiljum oft sem hungur. Annað merki um að líkamann vanti vatn er að þvagið er oft örlítið dökkt/dekkra en vanalega á morgnanna og hjá sumum er lykt af því. Því er sniðugt að byrja daginn á stóru glasi af vatni og gefa þannig líkamanum tækifæri til að gefa okkur rétt skilaboð. Eftir glas af vatni er hægt að slaka á og bíða þangað til að þú finnur fyrir raunverulegu hungri (hungur er ekki slæmt, heldur leið fyrir líkamann að segja okkur að hann vilji meiri orku). Einnig eru til margar tegundir af hungri: raunverulegt hungur, hungur af ávana, andlegt hungur (langar bara í eitthvað, eða sérð eitthvað girnilegt) og fleira.
Þegar líkami þinn lætur þig vita af raunverulegu hungri er kominn tími á breakfast (break the fast), það er mjög misjafnt hvenær þessi tilfining kemur hjá fólki og mörg atriði geta spilað þar inní, t.d. hvað og hvenær þú borðaðir kvöldmat, skammtastærðir, magnið sem að þú borðaðir daginn áður eða jafnvel vikuna áður, hreyfing, vinna og venjur.
Það er mikilvægt að morgunmatur sé næringarríkur, en stærð hans fer algjörlega eftir einstaklingnum. Gott er að venja sig á að borða þar til að manni líður vel, ekki þangað til að maður er pakksaddur.
Ég vil alls ekki hvetja fólk til þess að svelta sig en það er mikilvægt að leyfa líkamanum okkar að segja okkur að hann sé svangur og þekkja muninn á hungri og þorsta. Mörgum finnst gott að fylla glas af vatni kvöldið fyrir svefn og drekka það síðan um morguninn og þá við stofuhita og auðvelt fyrir líkamann okkar að innbyrgða það.
Hugmyndir að morgunmat:
Hafragrautur með banana og glas af mjólk
Epli og msk af hnetusmjöri
AB-mjólk með múslí og bláberjum
Hrein jógúrt með höfrum, hnetum, hampfræjum og gojiberjum
Heilhveitibrauð (lífskorn er góður kostur) eða hrökkbrauð með
Chia grautur (hafrar, chia fræ, mjólk og ber)
Pera og tíu möndlur
Egg
Lárpera (avocado)
Ommuletta með grænmeti
Hlustaðu á líkamann þinn og hjálpaðu honum að gefa þér rétt skilaboð.
Agnes Þóra,
Næringarfræðingur