Spennandi tímar framundan

Námskeið og tímar

Í haust höfum við verið með spennandi tíma á stundaskrá og frábær námskeið. Góður árangur hefur verið í 100 daga áskoruninni sem er lífsstílsátak í hreyfingu og mataræði í samvinnu við Davíð Kristinsson heilsuráðgjafa. Einnig hafa námskeið Gunnars Más Kamban verið vinsæl. Yogað hjá Dísu og Þóru stendur alltaf fyrir sínu og lyftingatímar hjá Bjarti og Zumba hjá Lilju eiga sína aðdáendur.  Agnes, Bjartur og Patrick standa vaktina í salnum og nýju tækin okkar eru fyrsta flokks.

 

Viðburðir á döfinni

Núvitundarhugleiðsla með Ægi Ingólfssyni Yogakennara, fimmtudaginn 5. nóvember kl 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica.Skráning á á spa(hjá)hiltonreykjavikspa.is eða í afgreiðslu stöðvarinnar. Þriðjudaginn 10. nóvember verður fyrirlestur um matarvitund, neysluvenjur og streitu með Agnesi Þóru Árnadóttur næringarfræðingi kl. 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica

Skráning á á spa(hjá)hiltonreykjavikspa.is eða í afgreiðslu stöðvarinnar.

 

Lifðu njóttu og láttu það eftir þér!

Frá 1. til 20. nóvember bjóðum við meðlimum okkar 20% afslátt af veitingum og drykkjum á Hilton Reykjavík Nordica gegn framvísun meðlimakorts.  Tilvalið tækifæri til að gera vel við sig og sína núna þegar að skammdegið skellur á. VOX er frábær veitingastaður sem gaman er að heimsækja.

 

Jafnvægið er innra með þér

Einnig bjóðum við í nóvember 40% kynningarafslátt af YumeihoTherapy hjá Gabor Réz.  Yumeiho er austurlensk lækningameðferð við verkjum í líkama. Unnið er út frá hreyfingum líkamans með um 100 æfingum sem framkvæmdir eru í meðferðinni. Yumeiho er einnig þekkt sem aðferðin til að leiðrétta stöðu mjaðmabeina, nudd og svæðanuddmeðferð eða “Saionji Oriental Special Massage”. Meðferðin samanstendur af nuddi og æfingum til að ná fram jafnvægi á liðleika líkamans og eyða óþægindum og verkjum. Viðskiptavinir eru fullklæddir í meðferðinni sem tekur 50 mínútur.

 Gábor Réz er er lærður íþróttakennari með gráðu frá Charles Esterhazy University í Ungverjalandi. Hann er einnig lærður sjúkranuddari og hefur starfað sem slíkur s.l. 8 ár ásamt því að vera HORUS meðferðaraðili en það eru réttindi sem þarf til að beita Yumeiho® tækni. Gábor býr að margra ára reynslu í þjálfun íþróttafólks en hann hefur ásamt mörgu öðru starfað sem körfuboltaþjálfari. Markmið Gábors er verkjalaus og bætt lífsgæði!

 

Jólagleðin sem allir hafa beðið eftir

Jólagleðin okkar verður haldinn þann 27. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica á milli 18:00 og 20:00. Þar munum við blanda geði, gleðjast saman og njóta stundarinnar. Skemmtiatriði og happdrætti er meðal þess sem verður á dagskrá. Endilega takið daginn frá.